Þegar þú ert í dáleiðsluástandi einbeitir þú þér aðeins að einum hlut í einu í stað þess að flökta með hugann úr einu í annað. Þetta þýðir að sá hluti heilans, oft nefnt rökhugsun, sá hluti sem spyr spurninga, dæmir, skilgreinir, gerir samanburð og býr til mælikvarða er að hluta til eða þá allur úr sambandi. Þetta er það ástand sem gerir manni kleift að eiga samskipti við annan hluta heilans, “ undirmeðvitundina” og er skilgreint sem “sefjun” dáleiðsla).
Með því að nota sefjun getum við átt samskipti beint við undirmeðvitundina, þann hluta heilans sem geymir gildin okkar, okkar dýpstu sannfæringu um okkur sjálf og í sefjunarástandi getum við breytt og endurskoðað gildin og aukið og eða breytt sannfæringu okkar.
Fólk heldur því oft fram að það hafi aldrei verið í sefjunarástandi en eins og komið hefur verið inná snýst sefjun (dáleiðsla) um einbeitingu mannshugans, hefur þú t.d. einhvern tíma upplifað að hafa keyrt fleiri fleiri km og hafa síðan áttað þig á því að þú manst lítið sem ekkert af ferðinni? Eða hefur þú upplifað að hafa sokkið inn í bíómynd og ekki tekið eftir neinu í umhverfi þínu? Að sjálfsögðu. Þetta er sefjun ( undirmeðvitundarástand). Þetta þýðir að hugarástand þitt er breytilegt eftir mismunadi aðstæðum og hugsunum sem þú upplifir á hverjum degi. Dæmi: þá ertu í gjörólíku hugarástandi þegar þú snæðir málsverð með vinum heldur en þegar þú vinnur við tölvu.
Hver er þá munurinn á þessu hversdagslega sefjunarástandi sem fólk fer í og úr allan liðlangan daginn og síðan meðvitaðri sefjun (dáleiðslu)? Munurinn er sá að meðvituð sefjun (dáleiðsla) er framkvæmd þannig að viðfangsefnið er leitt með tungumáli og sálrænni tækni. Með sefjunar meðferð er hægt að hafa áhrif á hegðun, gildismat og sannfæringu sem verður til þess að við tileinkum okkur jákvæðar hugmyndir sem verða að nýju hegðunarmynstri.
Það sem NLP og dáleiðsla eiga sameiginlegt er að í báðum tilvikum er verið að vinna með hegðunarmynstur. Það var uppgötvað að sefjun ( dáleiðsla ) er ástand sem er hluti af hversdagslífinu, og við notum það til þess að hafa áhrif á aðra og til þess að endurupplifa minningar úr lífinu og til svo margra annara hluta. Sefjun er stór partur í NLP fræðunum og er bæði grunnverkfæri sem og einnig tækni til þess að framkalla breytingar hjá einstaklingnum.
Heimildir:
www.karieythors.is
– See more at: https://heilsumidstod.is/?p=137#sthash.SWACINMZ.dpuf