MEÐFERÐARAÐILI

Þjónusta

MARKÞJÁLFUN

Markþjálfun

60 min 12500 kr Bókaðu núna

NBI-HUGGREINING

NBI-Huggreining

60 min 14600 kr Bókaðu núna

Reiki Heilun

Reiki Heilun

60 min 12000 kr Bókaðu núna

Sólveig Franklínsdóttir

Sólveig útskrifaðist sem markþjálfi frá Evolvia í árslok 2017. Sérsvið hennar er lífsþjálfun (Life Coach). Hún er einnig vottaður NBI ráðgjafi (NBI-Practitioner og Whole Brain Coach) frá Profectus til að vinna með Neethling hugmælitækið (Neethling Brain Instrument) NBI™, sem grunn áreiðanlegra upplýsinga um hughneigðir og skilgreiningu á heildarhugsun. Sólveig er líka Reiki heilari, meistari hennar er J. Eygló Benediktsdóttir.

Markþjálfun
Markþjálfun er kerfisbundið og skipulagt samtalsform sem byggir á trúnaði milli marksækjanda og markþjálfa. Markjálfun byggir á markvissri viðtalstækni með hnitmiðuðum spurningum, verkefnum og æfingum þar sem marksækjandinn er í brennidepli. Hún er allt í senn krefjandi, skemmtileg og árangursrík leið til að ná fram breytingum og auknum lífsgæðum.

Lífsþjálfun (life coaching)
Lífsþjálfun er ein af mörgum tegundum markþjálfunnar og snýst almennt um það hvernig einstaklingur hugsar um líf sitt í heild. Lífsþjálfun snýst einnig um persónulegan vöxt og þær breytingar sem hver og einn gengur í gegnum, viljandi eða óviljandi á lífsleiðinni. Lífsþjálfun hjálpar fólki að skýra líf sitt og þróa og móta þá stefnu sem það vill taka.

NBI-Huggreining
NBI-Huggreining er tekin á netinu og gefur viðkomandi vísbendingu um sinn karakter. Neethling hugmælitækið (Neethling Brain Instrument) NBI™, hefur verið notað í áratugi. Hvernig fólk hugsar, bregst við öðrum, tekur ákvarðanir, á í samskiptum, velur sér störf og elur upp börnin sín – það veltur allt á því hvernig fólk hugsar. NBI-huggreining hjálpar fólki að horfast í augu við hvernig það er að eðlisfari. Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru óendanlega margir.

Reiki
Reiki er náttúruleg aðferð í heilun þar sem heilandi orku er miðlað í gegnum hendur reiki meðferðaraðilans til manneskjunnar sem þiggur meðferðina.  Tilgangur reikis er að koma jafnvægi á orkukerfin og þannig styðja við náttúrulega hæfni líkamans til að fyrirbyggja vandamál og koma á jafnvægi sem styður við heilbrigði einstaklingsins bæði á líkamlegu og andlegu sviði. Heilun er með elstu formum lækninga og er mikilvægur þáttur í indverskum og kínverskum lækningum sem eru ein elstu lækniskerfi í heiminum. Vísindalegri útskýring á virkni reikis er sú að hin djúpa slökun sem þiggjandinn kemst í geti mögulega aukið losun endorfína sem valdi vellíðan og minnki sársauka.

hæfni:

•Markþjálfi / Lífsþjálfi (Life Coach)

•NBI-Huggreining (NBI-Practitioner og Whole Brain Coach)

•Reiki Heilun (Usui system of Reiki)

 

Þjónusta Viðbót: