MARKÞJÁLFUN

Lífsþjálfun

Markþjálfun er kerfisbundið og skipulagt samtalsform sem byggir á trúnaði milli marksækjanda og markþjálfa. Markjálfun byggir á markvissri viðtalstækni með hnitmiðuðum spurningum, verkefnum og æfingum þar sem marksækjandinn er í brennidepli. Hún er allt í senn krefjandi, skemmtileg og árangursrík leið til að ná fram breytingum og auknum lífsgæðum.

 

Lífsþjálfun (life coaching) er ein af mörgum tegundum markþjálfunnar og snýst almennt um það hvernig einstaklingur hugsar um líf sitt í heild. Lífsþjálfun snýst einnig um persónulegan vöxt og þær breytingar sem hver og einn gengur í gegnum, viljandi eða óviljandi á lífsleiðinni. Lífsþjálfun hjálpar fólki að skýra líf sitt og þróa og móta þá stefnu sem það vill taka.

Verð fyrir þjónustu

Markþjálfun

60 min 12500 kr Bókaðu núna