Proprioceptive Deep Tendon Reflex.
P-DTR er einstök taugameðferð sem byggð er á taugalækningum, líftæknifræði, taugalífeðlisfræði, líffærafræði og miklum rannsóknum.
Í P-DTR meðferð er unnið með miðtaugakerfið.
Í stuttu máli sagt er P-DTR meðferð þægileg nálgun á fræðilegum taugalækningum.
Uppsprettan fyrir þessari tækni er fyrst og fremst sótt í verk Dr. Jose Palomar sem er bæklunarskurðlæknir en hann er með mikla reynslu og skilning á taugalækninum,lífeðlisfræði og bæklunarlækningum.
Þeir sem eru meðhöndlaðir með P-DTR meðferðinni geta fengið að upplifa og sjá hvernig taugakerfið vinnur í rauntíma, með hjálp meðferðaraþega.
Það sem er sérstakt með P-DTR meðferðina er skilningur á því hlutveki sem taugaendarnir gegna í virkni og ferlum miðtaugakerfisins og þannig skilur meðferðaraðilinn og metur hvers konar truflun, verkir eða einkenni sem við erum að upplifa á mannlegu formi og leiðréttir það þá í taugakerfinu.
Bowen er mjúk heildræn meðhöndlun á vefjum, aðallega bandvef. Þar sem fingurnir eru notaðir til að framkvæma rúllandi hreyfingar á stöðum þar sem vöðvar og bein mætast, á taugabrautum, svæðum tengdum flæði blóðs, sogæðavökva og orku. Meðferðin örvar líkamann og hefur þau áhrif að hann virkjar sinn eigin meðfædda heilunarmátt, hann fer sjálfur að laga það sem er að.
| 60 min | 16800 kr | Bókaðu núna |
| 30 min | 0 kr | Bókaðu núna |