Bowen / P-DTR

Proprioceptive Deep Tendon Reflex.

Hvað er P-DTR?

P-DTR er einstök taugameðferð sem byggð er á taugalækningum, líftæknifræði, taugalífeðlisfræði, líffærafræði og miklum rannsóknum.

Í P-DTR meðferð er unnið með miðtaugakerfið.

Í stuttu máli sagt er P-DTR meðferð þægileg nálgun á fræðilegum taugalækningum.

Uppsprettan fyrir þessari tækni er fyrst og fremst sótt í verk Dr. Jose Palomar sem er bæklunarskurðlæknir en hann er með mikla reynslu og skilning á taugalækninum,lífeðlisfræði og bæklunarlækningum.

Þeir sem eru meðhöndlaðir með P-DTR meðferðinni geta fengið að upplifa og sjá hvernig taugakerfið vinnur í rauntíma, með hjálp meðferðaraþega.

Það sem er sérstakt með P-DTR meðferðina er skilningur á því hlutveki sem taugaendarnir gegna í virkni og ferlum miðtaugakerfisins og þannig skilur meðferðaraðilinn og metur hvers konar truflun, verkir eða einkenni sem við erum að upplifa á mannlegu formi og leiðréttir það þá í taugakerfinu.

 

Hvað er bowentækni?

Bowen er mjúk heildræn meðhöndlun á vefjum, aðallega bandvef. Þar sem fingurnir eru notaðir til að framkvæma rúllandi hreyfingar á stöðum þar sem vöðvar og bein mætast, á taugabrautum, svæðum tengdum flæði blóðs, sogæðavökva og orku. Meðferðin örvar líkamann og hefur þau áhrif að hann virkjar sinn eigin meðfædda heilunarmátt, hann fer sjálfur að laga það sem er að.

 

Sjá nánar www.bodyfix.is

Verð fyrir þjónustu

Bowen / P-DTR meðferð

60 min 14000 kr Bókaðu núna

Bowen fyrir ungabörn

60 min 0 kr Bókaðu núna