REIKI HEILUN
Reiki er náttúruleg aðferð í heilun þar sem heilandi orku er miðlað í gegnum hendur reiki meðferðaraðilans til manneskjunnar sem þiggur meðferðina. Tilgangur reikis er að koma jafnvægi á orkukerfin og þannig styðja við náttúrulega hæfni líkamans til að fyrirbyggja vandamál og koma á jafnvægi sem styður við heilbrigði einstaklingsins bæði á líkamlegu og andlegu sviði. Heilun er með elstu formum lækninga og er mikilvægur þáttur í indverskum og kínverskum lækningum sem eru ein elstu lækniskerfi í heiminum. Vísindalegri útskýring á virkni reikis er sú að hin djúpa slökun sem þiggjandinn kemst í geti mögulega aukið losun endorfína sem valdi vellíðan og minnki sársauka.