Íslenska: höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, Upledger höfuðbeina- og spjalhryggjarmeðferð, kraníó Enska: craniosacral therapy, cranial balancing, cranial osteopathy, cranial sacral manipulation, craniopathy, cranio
Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð er mjúk líkamsmeðhöndlun sem leggur áherslu á að meðhöndla höfuðbein og spjaldhrygg til að hafa áhrif á flæði heila- og mænuvökva og þær himnur sem umlykja hann. Með því tekst að hafa áhrif á stoðkerfi og önnur líkamskerfi. Upphafsmaður höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðar er osteópatinn William G. Sutherland og upphafsárið er snemma á 4 áratug nítjándu aldar. Aðferðin náði þó ekki verulegri dreifingu fyrr en osteópatinn John E. Upledger fór að kenna og markaðsetja höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð á 7 áratug nítjándu aldar.
Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð byggir á því að hreyfing vökvans sem umlykur heila og mænu (heila- og mænuvökvi) myndar taktbundna hreyfingu sem er mikilvæg fyrir almenna starfsemi líkamans. Heilsuvandamál verða til þegar fyrirstöður verða í þessum takti sem getur gerst þegar við verðum fyrir áverkum, tognum, þjáumst af stífum vöðvum eða almennt ójafnvægi er á stoðkerfi. Þessar aðstæður koma í veg fyrir að höfuðkúpan, hryggsúlan, spjaldhryggur og himnurnar sem umlykja heila og mænu geti þanist og dregist saman í samræmi við taktfastar hreyfingar heila- og mænuvökvans. Hlutverk höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðila er að meðhöndla stoðkerfið, með áherlsu á höfuðkúpu, hryggsúlu, spjaldhrygg og himnurnar til að losa um þessar fyrirstöður og endurheimta óhindraðan, kraftmikinn takt.
Til að byrja með tekur meðferðaraðilinn stutta sjúkrasögu og spyr spurninga um fyrirliggjandi vandamál. Því næst meðhöndlar höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðilin viðkomandi með því að leggja hendur á mismunandi staði líkamans til að skoða hvort hreyfing og gæði taktsins sé eðlileg. Með léttri snertingu og hreyfingum leiðréttir höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðilinn fyrirstöður í taktinum og kemur á heilbrigðum takt. Meðferðin tekur yfirleitt 30-90 mínútur og fer það eftir vandamálum hversu marga tíma þarf til að hafa áhrif á fyrirliggjandi vandamáli. Einföld vandamál er jafnvel hægt að leysa á einum til tveimur tímum á meðan flóknari, þrálát vandamál gæti þurft endurteknar meðhöndlanir. Eins og með allar meðferðir er árangur mismunandi og engin trygging er fyrir árangri.
Meðferðin hentar fyrir ýmis stoðkerfavandamál og til að auka vellíðan. Hún hefur reynst vel fyrir astma, ennis- og kinnholubólgur (skútabólgur), höfuðverki, svima auk þess að auka gæði svefns, minnka stress og auka almenna vellíðan. Þessi meðferð hefur einnig verið vinsæl til að meðhöndla ung börn þar sem meðferðin er svo mjúk. Árangur hefur nást með krakka sem þjást t.d. af magakveisu og eyrnabólgum.
Á Íslandi er hægt að velja úr tveimur hópum höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðila, þeir sem læra hjá Upledger stofnunni (kallast Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð) og þeir sem læra hjá Cranio skólanum (útibú frá The College of Cranio-Sacral Therapy í London, skóli Thomas Attlee. Þeirra útgáfa kallast höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun). Þó svo að nám þessa tveggja mismunandi meðferðaraðila sé að einhverju leyti ólíkt sem og aðferðarfræði þá skiptir þetta litlu máli fyrir almenning þegar kemur að vali á meðferðaraðila. Meira máli skiptir að velja meðfarðaraðila eftir því hversu mikla menntun (fjölda námskeiða) og reynslu hann hefur. Eins og sést hér að ofan kemur höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð úr osteópatíu og er þessi meðferð hluti af námi þeirra. Þess vegna getur þú leitað til osteópata til að fá höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð en það skal tekið fram osteópatar nota þessa meðferð mismikið, frá því að nota hana lítið sem ekkert og til þess að sérhæfa sig í henni og hún sé aðalverkfæri viðkomandi osteópata. Ef þú ert að leita að meðferðaraðila til að meðhöndla barnið þitt skaltu finna meðhöndlara sem hefur tekið námskeið í barnameðhöndlun og auk þess hefur reynslu á því sviði. Fólk skal varast meðhöndlara sem lofa árangri eða gefa upp ákveðin árangur t.d. eftir svo og svo margar meðhöndlanir þá mun þetta X ástand vera svona breytt.
Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð er örugg meðferð án nokkurra alvarlegra aukaverkana. Mælt er þó á móti því að fólk sem hefur fengið alvarlega höfuðáverka eða heilablóðfall noti þessa meðferð án þess að ráðfæra sig sérstaklega við mjög hæfan höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðila með mikla reynslu.
www.wholehealthmd.com www.cancer.org Glósur frá Haraldi Magnússyni osteópata www.heilsusidan.is