Til að skilja grunnþátt OPJ þarf að hugsa sér manneskjuna sem hringrás þar sem
orkan er í sífeldri endurnýjun, þessi endurnýjun byggist fyrst og fremst á því
umhverfi sem hver og einn er í þ.e. ef manneskja hefur um skeið lifað óábyrgu líf
hvort sem er andlega eða líkamlega verður endurnýjun orkunar í samræmi við
það og öfugt, þegar einhver hefur um all langt skeið t.d.þjáðst af vöðvabólgum
(oftast í hálsi og herðum) er það vegna annars vegar rangra vinnubragða og
streitu eða neikvæðs hugafars hins vegar.
Allir eru byggðir upp af tveimur grunnþáttum, anda og efni, verði andinn fyrir
áfalli verður efnið fyrir áfalli í öllum tilfellum! Verði efnið fyrir áfalli t.d. slysi er
það ekki sjálfgefið að andinn verði fyrir áfallinu að sama skapi, þó fer það alltaf
eftir hverjum og einum, sumir styrkjast við veraldleg mein meðan aðrir standa
vart undir þeim.
OPJ byggist á því að virkja orkuna með því að koma af stað eðlilegu flæði á milli
orkupunktana sem líkaminn er þakinn af, orkupunktar eru tengdir saman í
svokölluðum klösum, hver klasi samanstendur af 7 – 49 punktum.
OPJ er í raun meðvituð meðferð sem miðast að því að virkja orkupunkt sem
hefur takmarkaða eða jafnvel enga virkni, til að virkja slíkan orkupunkt þarf að
mynda leiðni frá aðalpunktum sem t.d. eru staðsettir í úlnlið og í óvirka punktinn,
þerapistinn eða heilarinn myndar þessa leiðni með því að þrýsta létt á
orkupunktana, fyrst á aðalpunktana svo á punktinn sem er óvirkur, við þessa
leiðni sem verður í gegnum þerapistann/heilarann kemst á flæði, þiggjandinn eða
sjúklingurinn finnur fyrir örlitlum seyðing á milli orkupunktana sem þýðir að flæði
sé komið af stað, við þetta sleppir þerapistinn/heilarinn báðum orkupunktum
samtímis (mikilvægt) og er þá flæði komið í gang sem líkaminn(andlegi og
líkamlegi) viðheldur.
Það má líkja þessu við blóðflæði, þar sem blóð flæðir treglega eða jafnvel
stoppar, þá er hætta á ferðum, til að blóðflæði komist aftur á þarf að virkja
æðakerfið í líkamanum, oft gert með lyfjum og aðgerðum, það skal þó tekið fram
að OPJ aðferðin fer ekki inná svið lækna sem hafa sérþekkingu á veraldlegum
krankleikum, heldur brúar þessi aðferð það sem þeirra þekking nær ekki til,
andlega líkamann við þann veraldlega.