Önnur nöfn
Enska: Reiki, Reiki healing, Usui system of Reiki, distant Reiki
Stutt yfirlit
Reiki fellur undir heilun og hægt er að lesa sig til um “heilun” hér á Heilsusíðunni fyrir ýtarlegri lesningu.
Reiki er meðferðarform þar sem heilandi orku er miðlað í gegnum hendur reiki meðferðaraðilans til manneskjunnar sem þiggur meðferðina. Tilgangur reikis er að koma jafnvægi á orku einstaklingsins sem á að styðja náttúrulega hæfni líkamans til að fyrirbyggja vandamál og lækna sig á andlegu og líkamlegu sviði.
Upptök Reiki er óljós en grunnurinn er talin koma frá Tíbet fyrir yfir 2500 árum síðan. Nútíma Reiki kemur frá japönskum manni að nafni Dr. Mikao Usui sem á ferðalögum sínum og rannsóknum komst yfir texta sem lýstu Reiki og þróaði hann það kerfi sem hefur verið kallað Usui system of Reiki sem er grunnurinn af því Reiki sem iðkað er í dag.
Orðið reiki kemur frá japanska orðinu “rei” sem þýðir alheimur og “ki” sem þýðir orka. Þá er verið að vitna í sömu alheimsorkuna sem notuð er í kínverskum (qi) og indverskum lækningum (prana).
Hvernig virkar meðferðin
Tilgangur meðferðar er að auka og bæta flæði alheimsorkunnar hjá þeim sem þiggur meðferðina. Með því trúa reiki meðferðaraðilar að það sé hægt að fyrirbyggja og meðhöndla andlega sem líkamlega kvilla.
Vísindalegri útskýring á virkni reikis er sú að hin djúpa slökun sem þiggjandinn kemst í geti mögulega aukið losun endorfína sem valdi vellíðan og minnki sársauka.
Hvernig fer meðferðin fram og við hverju má búast?
Í reiki meðferð leggur meðferðaraðilinn hendur á eða yfir 12-15 mismunandi staði á þiggjandanum sem er fullklædd(ur) á meðan meðferðinni stendur. Hverri stöðu er haldið í ca. 2 til 5 mínútur og algengt er að meðferð standi yfir í 1 klukkustund.
Það eru til 3 stig af reiki meðferðaraðilum. Fyrsta stigs meðferðaraðilar geta boðið upp á handayfirlagningu, annars stigs meðferðaraðilar geta boðið upp á handayfirlagningu og fjarheilun og reikimeistarar geta boðið upp á handayfirlagningu, fjarheilun og kennslu í reiki.
Eins og með allar meðferðir er árangur mismunandi og engin trygging er fyrir árangri.
Við hverju hentar meðferðin?
Reiki getur nýst til að minnka verki á þrálátum sjúkdómum eins og gigt og MS. Þar sem reiki getur aukið andlega slökun getur það haft jákvæð áhrif á þunglyndi og geðræn vandamál. Þessi slökunaráhrif hafa sannað sig til að minnka álag hjá sjúklingum sem eru að ganga undir meðferð við erfiðum sjúkdómum eins og krabbamein og AIDS.
Hvernig á að velja meðhöndlara?
Á Íslandi er Reiki ekki verndað starfsheiti og geta því allir kallað sig því. Veldu meðferðaraðila sem hefur lokið námi í Reiki og geta sýnt fram á skírteini fyrir því. Hægt er að læra Reiki á Íslandi.
Menntun reiki meðferðaraðila er í þremur stigum eins og sést hér að ofan. Velja skal meðferðaraðila með menntun í samræmi við þá meðferð sem óskað er eftir.
Fólk skal varast meðhöndlara sem lofa árangri eða gefa upp ákveðin árangur t.d. eftir svo og svo margar meðhöndlanir þá mun þetta X ástand vera svona breytt.
Möguleg vandamál eða aukaverkanir
Það eru engin vandamál eða aukaverkanir þekktar af reiki.
Heimildir