MEÐFERÐARAÐILI

Svæðameðferð

Önnur nöfn
Enska: reflexology, zone therapy, reflex therapy, foot reflexology, hand reflexology

Stutt yfirlit
Í svæðameðferð eru þrýst á punkta á iljum fóta, og stundum handa, sem  eiga að vera tengd ákveðnum líffærum, innkirtlum eða líffærakerfum. Með  því að þrýsta á þessa punkta er viðkomandi tengt svæði örvuð til  heilbrigðis.

Snemma á tuttugustu öldinni byrjaði bandarískur læknir að nafni  William Fitzgerald að kortleggja iljarnar til greiningar og meðferðar.  Hann skipti líkamanum og iljunum í 10 svæði þar sem ákveðið svæði á  iljunum stjórnaði tilheyrandi svæði á líkamanum. Doktor Fitzgerald hélt  því fram að með því að örva svæði á iljunum myndi viðkomandi svæði á  líkamanum einnig örvast. Þessa meðferð kallaði hann zone therapy.

Rétt eftir 1930 þróaði Eunice Ingham sem var hjúkrunarkona og  sjúkraþjálfari svæðakortin hans Fitzgeralds frekar. Hún teiknaði upp  ýtarlegt kort af líkamanum á iljarnar þar sem ákveðin svæði eru tengd  ákveðnum líkamshlutum, t.d. er innri hlið iljana tengd hryggjarsúlunni  og tærnar eru tengdar háls og höfði. Hún kallaði þessa meðferð  reflexology (svæðameðferð) og eru kortin hennar notuð af  svæðameðferðaraðilum í dag.

Hvernig virkar meðferðin?
Ein útskýringin fyrir virkni svæðameðferðar er að svæðin á iljunum  tengjast líkamshlutunum sínum í gegnum orkubrautir svipaðar þeim og í  hefðbundinni kínverskri læknisfræði. Hugmyndafræðin er sú að með því að  örva suma af meira en 7000 taugendum undir iljunum þá er hægt að losa um  og auka orkuflæði til viðeigandi hluta líkamans og þannig ýta undir  heilbrigði. Svæðameðferð hefur það sameiginlegt með nálastungum að báðar  meðferðir notast við kort þar sem ákveðnir punktar eða svæði eru  meðhöndluð til að hafa áhrif á fjarlæg svæði í gegnum orkubrautir.

Nútíma kenningar ganga út á það að svæðameðferð örvi losun endorfína og mónóamína sem eru efni sem hafa á áhrif á sársauka.

Hvernig fer meðferðin fram og við hverju má búast?
Í byrjun tímans mun svæðameðferðaraðilinn spyrja þig út í fyrirliggjandi vandamál og jafnvel stuttlega út í sjúkrasöguna þína.

Meðferðin fer þannig fram að þiggjandinn er berfættur og leggst á  bekk eða stól. Svæðameðferðaraðilinn nuddar yfirleitt fæturna mjúklega í  nokkrar mínútur til að hita þær upp og finna viðkvæm svæði sem eru eins  og sárir hnútar undir fingrum meðferðaraðilans. Meðferðartíminn sem er  yfirleitt á milli 30-60 mínútur fer síðan í það að losa um sára hnúta  eða svæði undir iljunum.

Einföld vandamál er jafnvel hægt að leysa á einum til tveimur tímum á  meðan flóknari, þrálát vandamál gætu þurft endurteknar meðhöndlanir. Í  þrálátum vandamálum getur verið að svæðameðhöndlarinn sýni þér hvernig  þú sjálf(ur) getur haldið vandamálum niðri með því að framkvæma  svæðameðferð á sjálfum þér.

Eins og með allar meðferðir er árangur mismunandi og engin trygging er fyrir árangri.

Við hverju hentar meðferðin?
Svæðameðferð hentar fyrir fjölda mismunandi vandamála, frá  stoðkerfavandamálum til andlegrar slökunar, auk þess að geta hentað  fyrir ýmis líkamleg vandamál svo sem astma, meltingarörðuleika,  fyrirtíðarspennu og til að létta á einkennum MS.

Hvernig á að velja meðhöndlara?
Á Íslandi er starfsheitið svæðameðhöndlari ekki verndað starfsheiti og  geta því allir kallað sig því. Veldu meðferðaraðila sem hefur lokið námi  í svæðameðferð. Hægt er að læra svæðameðferð á Íslandi.

Fólk skal varast meðhöndlara sem lofa árangri eða gefa upp ákveðin  árangur t.d. eftir svo og svo margar meðhöndlanir þá mun þetta X ástand  vera svona breytt.

Möguleg vandamál eða aukaverkani
Engar sérstök vandamál eða aukaverkanir stafa af meðhöndlun frá lærðum svæðameðhöndlara.

Ef það er möguleiki á að þú sért með bláæðabólgur eða blóðtappamyndanir (eða grun um blóðtappa) skal ekki nudda fætur.

Ekki skal nudda opin sár, brunasár eða fara nálægt sýkingum.

Heimildir
www.heilsusidan.is
www.wholehealthmd.com
www.cancer.org