HÖFUÐBEINA- OG SPJALDHRYGGSJÖFNUN

Cranio

Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun er ákaflega mild en öflug meðferð sem getur hjálpað flestum, hvort sem um er að ræða minniháttar óþægindi eða alvarlega kvilla.

 

Með henni er hægt að hafa áhrif fyrir tilverknað sjúkdóma, slysa og áfalla á leið okkar gegnum lífið. Meðferðin er heildræn og nær mjög djúpt, þrátt fyrir hve létt snertingin er og getur upprætt þessi mynstur svo við losnum við óþægindin og öðlumst betri líðan.

 

Þiggjandi meðferðarinnar liggur oftast fullklæddur á bekk í friðsælu umhverfi.

Flestir slaka mjög djúpt á og nærvera þess sem meðhöndlar örva innbyggða hæfileika líkamans til sjálfsheilunar.

Meðferðin tekur u.þ.b. klukkustund en misjafnt er hve oft þarf að meðhöndla, enda búa kvillar um sig misdjúpt í líkamanum.

 

Flestir finna verulegan mun eftir fystu 1-3 skiptin.

 

Margir hafa gert þessa meðferð að reglulegum þætti í eigin heilsuvernd.

 

Höfuðbeina-og spjaldhryggskerfið er myndað af himnum sem umlykja heila og mænu, höfuðbeinum, spjaldhrygg ásamt mænuvökva og bandvef sem myndar þéttriðið net um allan líkamann.

 

Allt sem kemur fyrir okkur hefur fyrr eða síðar áhrif á hreyfingu kerfisins og getur truflað það beint eða óbeint. Eins getur truflun í höfuðbeina- og spjaldhryggskerfinu haft áhrif víðs vegar um líkamann.

Aðalmarkmið er að koma á og viðhalda heilbrigði og jafnvægi á öllum sviðum. Takist það nær líkaminn sjálfur hámarksafköstum við að vinna úr hvers kyns ójanvægi sem getur leitt til sjúkdóma.

 

Meðferðin hefur áhrif grunnt sem djúpt, yst sem innst, m.a. á stoðkerfið, taugakerfið, blóðrásarkerfið, ónæmiskerfið, bandvef og innri líffæri að ógleymdu vökva- og orkuflæði líkamans.

Því hefur meðferðin víðtæk og djúpstæð áhrif, ekki einungis á ákveðna líkamshluta, heldur á allan líkamann og manneskjuna í heild.

 

Hún hentar fólki á öllum aldri, allt frá vöggu til grafar, hvort sem einfaldlega þarf að styrkja ónæmiskerfið, meðhöndla ákveðinn sjúkleika eða fást við tilfinningalegan vanda.

 

Meðferðin kemur hvítvoðungum og börnum að sérlega góðum notum þar sem mikilvægt er að tryggja heilbrigt jafnvægi í upphafi.

Þessi aðferð hefur t.d. reynst mjög áhrifarík við meðhöndlun á afleiðingum erfiðrar, mjög langrar eða hraðrar fæðingar.

Einnig vandamálum varðandi ummönnun nýbura, brjóstagjöf, magakveisu og eyrnabólgum.

Einning börn með misþroskavandamál sem tengjast miðtaugakerfinu.

Eins njóta verðandi og nýbakaðar mæður góðs af meðferðinni, t.d. við óþægindum á meðgöngu, við að jafna sig eftir sjálfa fæðinguna eða keisaraskurð, fæðingarþunglyndi, grindarbotnsgliðnun eða samgróninga.

Of langt mál væri að telja allt það upp sem hægt er að meðhöndla.

Nægir að benda á algenga kvilla nútímasamfélags, streitu, háls- höfuð- og bakverki, hálshnykki, vöðvaspennu, kjálkaspennu, skakkt bit, svefnörðugleika, einbeitni og námsörðugleika,lélegt blóðflæði, streitu, þunglyndi og önnur sál-líkamleg mynstur.

 

Hver tími er frá 60 - 90 mín

Verð fyrir þjónustu

Cranio

60 min 14000 kr Bókaðu núna