NUDD

Herðanudd, Djúpnudd, Svæðanudd

Heilsunudd 

Heilsunudd er yfirgripsmikið því það nær yfir margar og mismunandi aðferðir sem koma frá öllum heimshornum. Fyrir þeim eru ævaforn gildi sem fylgt hafa mannkyninu í gegnum aldir og árþúsundir. Fjölbreytileiki heilsunudds er ótvírætt kostur og heilsunuddarar eru með ólíkar áherslur við meðhöndlun, einnig er tekið mið af einstaklingum hverju sinni enda ákaflega misjafnt hvað hentar hverjum og einum.

Heilsunudd hentar öllum óháð kyni, aldri eða þjóðerni. Nudd mýkir vöðva og eykur hreyfigetu líkamans, hjálpar til við losun úrgangsefna, örvar blóðflæði og súrefnisflæði, gefur góða slökun og streitulosun, er frískandi, endurnærandi og jafnvægisstillandi. Mikilvægi þess að rækta heilsuna er margsannað og hvorki heilsan né heilsuleysið fara í manngreinaálit. Heilsunudd getur verið kærkomin viðbót við aðra heilsurækt, orðið hluti af lífsstíl.

Innan heilsunudds er að finna aðferðir eins og klassískt nudd, svæðanudd, heildrænt nudd, íþróttanudd, kinesiology, triggerpunktameðferð, sogæðanudd og ilmolíufræði.


Klassísk nudd

Klassísk nudd er samheiti á ýmsum formum vöðvanudds þar sem leitast er við að mýkja vöðva og ná fram slökun. Notaðar eru fjölbreyttar nuddstrokur með léttum og djúpum þrýstingi og þannig stuðla að auknni hreyfingu blóðrásar og sogæðavökva. Margar leiðir eru færar til að útfæra klassískt nudd en markmiðin og grunnhugsunin alltaf sú sama. Mismiklum þrýstingi er beitt á vöðvana og nuddað í átt að miðju líkamans þar sem útskilnaður fer fram en lausum strokum sem hafa meira með slökun að gera er oftast beitt frá miðju til útlima.

Herðanudd
Áhrifarík og öflug nuddmeðferð þar sem unnið er sérstaklega á höfði, herðum, öxlum og höndum.

Meðgöngunudd

Gott er fyrir barnshafandi konur að geta veitt sér reglulegt nudd á meðgöngunni.

Algengustu álagssvæði á meðgöngu eru axlir, brjóstbak, mjóbak, svæði mjaðmagrindar og kálfar. 

Boðið er uppá meðgöngubekk sem gerir barnshafandi konum kleift að liggja á maganum, með stuðning undir kúluna, sem hentar alla meðgönguna.

Djúpnudd / Íþróttanudd

unnið á staðbundnum svæðum þar sem þörf er á nuddi hverju sinni. Oft er sérhæfðum vöðvateygjum blandað inn í nuddið. Markmið er að losa um spennu í vöðvum og til að koma jafnvægi á stoðkerfi líkamanns. Nuddið dregur úr þreytu, bólgum og stífum vöðvum og eykur liðleika.

 

Svæðanudd

Svæðameðferð er sérstök nuddtækni sem er beitt á fætur til þess að hvetja líkamann til að lækna sjálfan sig. 

Líkamanum er skipt í ákveðin svæði, með léttum þrýstingi á iljarnar kemur góð örvun til líffæra og orkustöðva líkamans. Svæðameðferð byggir á þessari kenningu að sérhvert líffæri og líkamssvæði eigi sér samsvörun í áhrifasvæði á fótum.

Nuddið er afar árangurríkt við að ná fram slökun og vellíðan, auka orkuflæði líkamans og styrkja hann þar með til sjálfshjálpar.

Sjá nánar fróðleik um nudd

Verð fyrir þjónustu

Herðanudd

30 min 8500 kr Bókaðu núna

Djúpnudd

30 min 8500 kr Bókaðu núna
60 min 15000 kr Bókaðu núna

Svæðanudd

60 min 15000 kr Bókaðu núna

Nudd

30 min 8500 kr Bókaðu núna
60 min 15000 kr Bókaðu núna